Gleymdi...
Ég var svo æst að koma þessu á netið áðan að ég gleymdi helmingnum af því sem ég ætlaði að segja!! Fyrir þá sem ekki vita þá er allt að koma til á Rauðalæknum og stefnan að skila lyklunum af Baldursgötunni í kvöld. Við Óli vorum næstum dáin úr leiðindum við að þrífa Baldursgötuna - það er leiðinlegt að þrífa en þegar maður er ekki einu sinni að þrífa fyrir sjálfan sig þá fyrst versnar í því. Svo var fyrsta formlega matarboðið á Rauðalæk í gær. Ása og Sigurveig komu í mat sem varð til þess að ég eldaði í fyrsta skipti síðan ég kom heim frá útlöndum. Geri aðrir betur - hef sem sagt ekki eldað mat í mánuð!! Matarboðið gekk svona líka vel og allir voru vel saddir að máltíð lokinni. Síðan var haldið í Hafnarfjörðinn á fótboltaleik og sama hvað við reyndum þá var Sigurveig ekki til í að koma með. Ása stóð sig hins vegar með prýði og aldrei að vita nema takist að draga hana með á fleiri leiki...
<< Home