07 júlí, 2004

Ekki af ástæðulausu

Ég get ekki beðið eftir að þessi vinnudagur sé búinn. Það var ekkert grín þegar ég sagði að það væri lítið að gera í vinnunni hjá mér. Er samt búin að afreka það að finna hlut í vatnsslípinn sem ég er búin að leita að á netinu í tvo daga. Svo ég hef nú svo sem afrekað ýmislegt. Það er samt alveg ótrúlegt þegar maður hefur sent 200 tölvupósta út af ákveðnum hlut sem síðan er tekin ákvörðun um að kaupa ekki þá fyrst fer fólkið að svara. Ég er þess vegna með troðfullt pósthólf af einhverjum helv... of seinum tölvupóstum. Snillllllld. Svo ætlaði ég að vera geðveikt dugleg og fara út að hjóla á nýja hjólinu mínu eftir vinnu þar sem Óli væri að fara á æfingu. En Óli fór veikur heim úr vinnunni svo það er farið að freista mín að fara bara heim til hans að sofa. Já og vorkenna honum, að sjálfsögðu. Svo er bara stefnan sett á bolta með Stelpunum seinnipartinn á morgun! Hlakka mikið til, það er svo langt síðan maður hefur komist í bolta. En það er að koma kaffitími og svo er bara að bruna heim á leið...

Heyrumst