29 janúar, 2007

DK

jæja... ætli það sé ekki kominn tími á smá updeit. Við Ólafur erum sem sagt sest að í Danmörku í bili. Höfum ekki yfir miklu að kvarta enn sem komið er, erum í fínni íbúð á fínum stað og líður bara vel. Dótið kemur svo að öllum líkindum á morgun á milli 14 og 17. Þeir eru alveg ágætir Danirnir... láta mann þurfa að sitja heima allan daginn og bíða eftir þessu. Ikea-sendigaurarnir gerðu þetta líka. Þeir hins vegar sögðust koma milli 14 og 18!! Við fórum nefnilega í rosalega Ikea ferð á laugardaginn og keyptum svefnsófa. Eftir miklar mælingar komumst við að þeirri niðurstöðu að við gætum keypt draumasvefnsófann minn. Það leit nefnilega alveg út fyrir það á tímabili að við kæmum honum ekki inn um dyrnar... Vandamálið sem eftir stóð var þá bara að hann er einungis 100 kg og það var ekki auðvelt að halda á honum upp. Og Ikea-sendigaurinn hjálpaði okkur samt... En það hafðist og nokkuð ljóst þykir að kalla verður út mikinn liðsauka þegar flytja á þennan sófa í burtu!!
Annars byrjaði Óli að vinna í dag og fyrsti skóladagurinn hjá mér er á morgun auk þess sem Ísland er að fara að keppa við Danmörku á HM. Æsispennandi dagur framundan...