08 júlí, 2004

Jæja...

Svo virðist sem ég sé á leiðinni að lifa þessa miklu hörmung af. Er búin að troða eyrnatöppum í eyrun á meðan flestir aðrir hafa flúið. Og ef mér missýnist ekki þá er actually ný rúða á leiðinni!!
Er á leiðinni til Húsavíkur á morgun. Það eru nefnilega hvorki meira né minna en tíu ár síðan ég var fermd. Mikið partý á laugardaginn með grilli, balli og öllu tilheyrandi. Verst að ég veit ekkert í hverju ég á að fara. Ég er sífellt að týna fötunum mínum. Verð að fara að koma því í verk að setja þau inn í fataskápinn fyrst það eru nú loksins komnar á hann hurðir. Hins vegar er ég sannfærð um að svörtu flíspeysunni minni var ofboðið og hefur hún endanlega yfirgefið mig. Ég lýsi því eftir svartri 66°N peysu sem hvarf frá Rauðalæk 53 aðfaranótt laugardags. Finnandi má eiga það sem er í vasanum vinstra megin svo fremi hann skili peysunni með öllu sem á að vera í vasanum hægra megin.
Hjólaði eins og vitlaus í gær og hræddi næstum líftóruna úr eldri konu sem var úti að hjóla líka. Hún hafði greinilega aldrei séð önnur eins tilþrif auk þess sem augljóst var að hún var bara rétt búin að dusta rykið af þessu líka forláta dömuhjóli með körfu og öllum græjum! Í kvöld er síðan stefnan tekin á fótboltann. Veit ekki alveg hvort ég mæti, þær vilja nefnilega hittast á KR-vellinum. Hvaða heilvita maður fer af fúsum og frjálsum vilja og spilar fótbolta á KR-velli, ég bara spyr. Ef ég fer þá er það sko ekki af fúsum og frjálsum...