12 júlí, 2004

Byrjar vel!!

Verð að segja að þetta blogg fór vel af stað, en mér sýnist sem það hafi farið að halla undan fæti strax á þriðja degi. En við þessu mátti líklega búast. Ekki sterk í að standa við það sem ég lofa sjálfri mér!! Var sem sagt fyrir norðan um helgina. Það var þvílíka rokna stuðið. Hitti alveg fullt af liði sem var með mér í grunnskóla. Meira að segja fólk sem ekki hefur sést í rúm 10 ár. Sindri Birgis birtist svona líka fjallmyndarlegur svo stelpunum stóð mörgum hverjum ekki á sama. Það var heljarinnar dagskrá á laugardeginum, söngur, dans og íþróttir auk þess sem við horfðum á gamalt myndband frá því í gamla daga og fórum á reðursafnið. Lifandi skógur var að sjálfsögðu rifjaður upp með stæl og alveg hreint ótrúlegt hvað maður kann ennþá af þessum miður skemmtilega söngleik... Um kvöldið grillaði svo Frímann ofan í okkur þennan líka rosa mat og svo var svamlað fram eftir nóttu og leiðin lögð á ágætis ball á Sölku. Prógrammið var að vísu svolítið einhæft hjá þessu blessaða bandi og ekki laust við að sum lögin væru orðin þreytt undir lokin. Ása María málaði bæði Húsavík og Mývatnssveit alveg eldrauð og þeir sem vilja nánari útskýringar á því verða bara að bera málið undir hana. Ekki vera samt með óþarfa pressu, hún er enn að rifja þetta upp... Á leiðinni til baka var svo stoppað í Vanabyggð og borðuð Greifapizza!! UUMMMM Bestu pizzur í heimi, ekki spurning. Svo erum við bara komin aftur til baka og farin að vinna. Ég er komin með verkefni. Er að þýða pöntunarblað fyrir hjólastóla yfir á íslensku. Ef einhver er fær í hjólastólaensku er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband núna strax. Þetta er ekki að gera sig hérna hjá mér...