Allt að gerast!!
Já, nú er dögunum á Íslandi farið að fækka í bili. Næst síðasti vinnudagurinn að líða undir lok og stress yfir kaffinu sem ég er búin að lofa á morgun farið að aukast. Ég er nefnilega versti bakari í geymi og verð þess vegna að komast auðveldlega frá þessu. Hagkaup og Jói Fel verða bara að gjöra svo vel að bjarga mér eins og stundum áður. Fór annars á ansi skemmtilegan fótboltaleik í gær. Sett var vallarmet á Laugardagsvellinum, 20204 áhorfendur mættu til að styðja Ísland í leiknum gegn Ítalíu. Mikið fjör og mikið gaman. Og það sem meira er, Ísland vann 2 núll!!! Til hamingju með þetta allir saman.
Annars er stressið yfir Danmerkurferðinni farið að aukast til muna. Er að fara út að borða með Fjólu í kvöld, búin að lofa Sigurveigu og Ásu að hitta þær næsta miðvikudag, fer norður á sunnudaginn og kem aftur á miðvikudagsmorgun, systkini Óla gista hjá okkur á morgun, menningarnótt á laugardaginn. OMG. Ég er ekki búin að fara í klippingu, ekki búin að fara til tannlæknis, ekki búin að sækja um námslán, ekki búin að fá E111 og svo mætti lengi telja. Váá, nú fer ég að of anda! En þetta reddast. Verð bara að reyna að trúa því í lengstu lög...
<< Home