Þá kom það loksins!!
Ég er á leiðinni í skóla í Danmörku í haust. Eða réttara sagt eftir 20 daga eða svo. Held að þetta sé endanlegt núna. Það eina sem eftir er í þessu mikla veseni er að finna út hvaða kúrsa ég á að taka. Svo nú er eins gott að ekki sé um annað aprílgabb að ræða. Ef upp koma mikil vandræði í viðbót er ég búin að ákveða að fara aldrei aftur til Danmerkur! Svona í mótmælaskyni. Annars liggur þetta allt í því að þeir sem fóru yfir umsóknina mína gerðu það eftir einum of marga öllara svo þeir gátu ekki lesið hana rétt. Hélt nú að þeir væru hafðir læsir sem fara yfir svona umsóknir!! Svo nú er komið að námskeiðinu "Hvernig flytja skal til Danmerkur" með Ásu tásu eða Åse öðru nafni!!
En ég er sem sagt komin í ágætt skap og fer að taka Danina aftur í sátt og er á leiðinni á brjálað sushi-stússý-kvöld með gellunum úr verkfræðinni í kvöld. Það er að vísu ein á leiðinni norður sem mér finnst náttúrulega algjör hneisa þar sem þar er miklu betra veður en hér og alltaf miklu betra að vera... Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá er það kannski alveg skiljanlegt að hún velji Norðurlandið, eða hvað?
Þori ekki að skipta um nafn á síðunni alveg strax af fenginni reynslu með Dani!!
<< Home