04 ágúst, 2004

Og ekkert heyrist...

Frá og með deginum í gær eru allir Danir mínir helstu óvinir. Ég er farin að hallast að því að það sé verið að reyna að þegja mig í kútinn. Enginn mun svara og á endanum halda þeir líklega að ég gefist upp. En þar fóru þeir mannavillt. Ég mun ekki gefast upp á að pirra þær á skiptiborðinu í DTU né heldur mun ég hætta að fylla öll pósthólf af tuðpósti. Ég skal fá svar. Svo nú má búast við frekar háum símareikningi og jafnvel að mér verði aldrei hleypt inn í Danmörku aftur. En það verður þá bara að hafa það. Ég hef farið í Tivoli. Annars er bara lítið að frétta. Átti eina afslöppuðustu Verslunarmannahelgi í manna minnum. Ef fólk myndi frétta hvað ég svaf mikið myndi það líklega halda ég væri svefnsýkill. Eða fýkill. Eða eitthvað. En mér er svo sem sama hvað öðrum finnst. Ef svo væri ekki þá þyrfti ég að fara að venja mig á að greiða mér áður en ég mæti í vinnuna og annað í þeim dúr. Ég hlýt samt að vera nördaleg því einn skósmiðurinn sagði við mig áðan: Nei, þú bara búin að líta upp úr þessum x,y pælingum þínum. Ég sem var ekki einu sinni í svoleiðis pælingum. Neibbs, var í því gefandi starfi að þýða eitthvert bréf úr formlegri íslensku yfir á ensku. Það er bara alls ekkert spaug þar sem ég er ekkert mjög sterk í formlegri ensku! Spurning hvort það sé hægt að fá skólabækurnar á formlegri ensku svo maður læri hana aðeins líka. Váá, aumingja sá sem les þetta. Ég er komin í svo alvarlegt pirringskast og það fer einungis vaxandi. Ég svo sver að ég á eftir að springa í loft upp. En ef það gerist mun það sko gerast yfir afdeling for uddannelse og studerende í DTU. Það væri þokkalega gott á þau að þurfa að þrífa það upp allt saman. Hvað ætli sé gott að borða svona til þess að subbið verði sem mest ef ég spring úr pirringi... En björtu hliðarnar. Ég er að fara á fótboltaleik í kvöld. Og svo líklega Sushi-kvöld á föstudagskvöldið (ef ég þori:o) Og jafnvel að sofa í tjaldi með Óla mínum um helgina einhvers staðar langt frá siðmenningunni. Og gönguferð um eitthvað daddara svæði með Óla og einhverju actavis-pakki á morgun. Vá hvað það er mikið að gerast. Vúpps, verð líka að muna eftir að borga sushiið, svo ég fái alla vegana að smakka þetta sull... Og bæ ðe vei, Ríkey hvert er þitt álit. Mun ég komast á leiðarenda ef ég fer og tölti Fimmvörðuhálsinn um næstu helgi? Ég dó næstum á Esjunni!! Ef þú hefur skoðun á þessu máli og ert ekki Ríkey, þá er samt allt í lagi að þú tjáir þig!!
Adios