Gott veður!!
Það er svo gott veður þessa dagana. Og ég í vinnunni. Alltaf sama hel... sagan! Annars er bara allt að gerast. Er búin að kaupa mér farmiða til Kaupmannahafnar, yfirgef Ísland 26. ágúst kl. 14:50 eða eitthvað um það bil. Svo ákvað ég mjög snarlega að koma heim í vetrarfríinu þar sem ég gat fengið flug til Kaupmannahafnar á 18 kr og flug fram og til baka með öllum gjöldum og tryggingum á 13 þús. ísl. Ekki amalegt það. Svo ég verð aftur á Íslandi 8.-18. október! Þokkalegt fjör það. Annars þá er Sigga frænka að hjálpa mér að finna íbúð/herbergi svo ég þurfi ekki að búa í tjaldi í Danmörku í vetur. Annars þá hafði ég hugsað mér að búa bara alltaf viku hjá hverjum sem ég þekki og rótera alltaf á milli svo ég þyrfti bara ekkert að borga í leigu. Svo erum við Óli að fara að sjá Rómeó og Júlíu og föstudagskvöldið. Á laugardaginn er það svo Fimmvörðuhálsinn. Og eftir það eru það ÓL í Aþenu. Sundið byrjar strax á laugardaginn og ég verð geðveikt fúl ef ég missi af 50m eða 100m skriðsundi karla. Guðinn minn er nefnilega að keppa í þeim greinum. Verð hreinlega að taka mér frí í vinnunni ef það vill svo óheppilega til að þessar greinar séu á vinnutíma. En ég er í vinnunni og verð að reyna að fara að gera eitthvað af viti. Það eru bara endalausir hlutir sem gera það að verkum að ég er sí og æ andlega fjarverandi þessa dagana...
<< Home