21 mars, 2005

Heim í heiðardalinn

Já, ætli það fari ekki að verða mál að blogga smávegis. Hef ekki komið hérna við í dágóðan tíma núna, vegna gífurlegs annríkis. Alla vegana. Akkúrat núna sit ég í herberginu hans Gunnars að Rauðalæk 53, enn með málninguna á augunum síðan í gær og er að íhuga sturtuferð. Ég er sem sagt komin heim í páskafrí og var í fermingu hjá Guðna, litla bróður Óla í gær. (Hlaut að vera stór ástæða fyrir málningunni... ekki satt?).

Ég kom til Íslands á föstudagskvöldið eftir lengstu flugferð frá Danmörku í manna minnum. Það var svo hrottalega mikill mótvindur að ég var farin að halda að við myndum aldrei komast á leiðarenda. Enda tók ferðin 3 og 1/2 klukkutíma í stað svona 2 og 1/2 sem er venjan. Ína sæta og Óli æði sóttu mig á völlinn, geggjað góð. Á laugardaginn var svo powershopping ala Ína og í gær ferming. Í dag er ég svo alveg búin að vera og er að hugsa um að vera bara ekkert sérstaklega dugleg...

Á alltaf eftir að setja inn myndir og lýsingu frá opinberri heimsókn Fjólu til Danaveldis. En ég lofa, það kemur að því!

Annars hlaut ég titilinn besta kærasta í heimi á laugardaginn.... geri aðrir betur:o)