22 febrúar, 2005

Heimsóknaþrjárvikur

Á morgun hefst heimsóknatörn sem stendur bara nánast þangað til ég kem heim í páskafrí. Mamma og pabbi er sem sagt stödd á Rauðalæknum núna og koma á morgun svo fremi að snestormen sem spáð er hér á morgun verði í rauninni bylur. Veðurfréttagaurinn var sem sagt klæddur í úlpu og með húfu, vettlinga og trefil og tók það fram að mögulegt væri að það myndi snjóa í heila 24 tíma. Þetta er agalegt ástand alveg. En vonandi bara komast þau þrátt fyrir allt;o)
Annars fór ég í athyglisvert ferðalag um borgina á föstudaginn. Sá notaða ryksugu auglýsta fyrir 100 dkr og ákvað að kanna málið. Ég finn staðinn að lokum og þá er þetta jólasveinninn sem á fullan bílskúr af gömlum ryksugum og býr svo til eina í lagi úr nokkrum biluðum. Skarpur sveinki að nota tímann. Málið var bara að hann kunni best á gömlu ryksugurnar og þar sem hann var sannfærður um að ég væri tímabundin með eindæmum og mér var slétt sama hvernig ryksugu ég fengi þá græjaði hann fyrir mig gamla nilfisk tunnuryksugu eins og mamma og pabbi áttu fyrir svona 100 árum og búið er að gefa á þjóðminjasafnið. Svo nú er ég stoltur eigandi elstu og ljótustu ryksugu í heimi. Allt í lagi að eiga eina svona þar sem ég á tvær nokkrum árum yngri heima á íslandi, þar á meðal eina mjög nýtískulega týpu af nilfisk... Vakti samt smávegis lukku í lestinni með þennan forngrip...hehe. Tók svo þvílíkan þrifadag í dag að annað eins hefur ekki sést hér um slóðir. Hef samt átt í smá vandræðum og verið að prófa hinar ýmsu tegundir af pokum í ryksuguna þar sem ekki hefur komist í verk að fara og athuga hversu mikið grín verður gert af mér þegar ég bið um poka í þessa forláta ryksugu!