06 mars, 2005

Atvinnulaus

Já, ég er svo sannarlega farin að sjá fram á að bora bara í nefið í þessu 2 mánaða sumarfríi sem ég fæ í sumar. Svo ef þú hefur vinnu í rassvasanum handa mér máttu endilega láta mig vita.

Annars þá er enn ein helgin liðin, alveg með ólíkindum hvað þetta líður hratt. Og núna eru ekki margir dagar í enn eina opinbera heimsókn, en Fjóla er á leiðinni ásamt fríðu föruneyti. Efast ekki um að það verði mikið talað og hlegið, og alls ekki víst að Eggert komist mikið að......hihihi. Og svo eru bara að koma páskar.
Annars þá pantaði ég draumapilsið úr h&m bæklingnum í dag og Danir, sem eru ekki þekktir fyrir að drífa sig neitt sérstaklega, taka sér 14 daga í að afgreiða þetta. Og ég sem er ekki sú þolinmóðasta sem þekkist...verð líklega farin að stikla þegar þetta loksins kemur.
Hefur annars ekki mikið gerst hjá mér þessa helgina, ekki nema að ég á tíma í klippingu á þriðjudaginn og þarf að gefa aðra hendina fyrir það. Það er eitthvað grín hvað það kostar að fara í klippingu hérna. Andaði léttar að vera bara ekki rukkuð fyrir að panta mér tíma. Svo það verður spennandi að sjá hvort ég verð að mæta með poka á hausnum á flugvöllinn til að sækja gestina mína...