28 febrúar, 2005

Hamstrafýlingur í gangi

Í dag er bara búið að vera slæmur dagur. Mamma og pabbi fóru aftur heim, Óli er hættur við að koma í heimsókn fyrir páska og ég lít út eins og hamstur. Er svo feitt að fá endajaxl að annað eins hefur varla sést síðan ég var bæði að fá endajaxl og með frunsu við augað!! Ástandið er orðið svo gott að ég er að borða stappaðan banana í kvöldmat. Hressandi.
En já, ég er sem sagt orðin ein eftir frábært frí með mömmu og pabba. Okkur tókst meira að segja að versla ýmislegt sniðugt og sofa alveg fullt. Og svo var borðaður mömmumatur...mmmmm. Þau eru líklega á leiðinni norður núna með báðar ömmur mínar í aftursætinu. Hlakka mikið til að fá þau aftur í heimsókn ef pabbi fæst til að fara aftur til útlanda. Hann heldur því sífellt fram að hann ætli aldrei aftur til útlanda svo maður veit svo sem aldrei. En pabbi var svo góður að hann gaf mér lestarkort og hálfan líter af koníaki. Aldeilis flottur á því, ha.
En nú ætla ég að halda áfram með bananann minn og halda áfram að vera sár út í Óla og fara að telja dagana hvað er langt þangað til Fjólan birtist...