Algjör steik
Það tók ekki viku að verða aðeins hressari svo ég er mætt aftur í bloggið. Var bara nokkuð snögg að ná mér eftir að hafa skrifað hérna síðast. Alla vegana að einhverju leyti.
Ég verð annars að deila svolitlu með ykkur, mig dreymdi svo skrítinn draum í nótt/morgun: Við Óli ákváðum með tveggja daga fyrir vara að nú skildum við sko gifta okkur. Athöfnin varð samt að fara fram klukkan 9:30 á laugardagsmorgni því Húsavíkurkirkja var upptekin eftir það. Allt í lagi með það og Óli skrifar lista yfir þá sem hann vill bjóða og svo líður föstudagurinn og um kvöldið föttum við að við gleymdum að hringja í alla þá sem við ætluðum að bjóða. Ég fæ að sjálfsögðu panic-attack af bestu gerð og mamma er ekki alveg hress með mig. Við hringjum suður og tengdó rjúka af stað, vilja að sjálfsögðu ekki missa af þessu fjöri ;o) En á meðan þau eru á leiðinni (um nóttina, bæ ðe vei) kemst ég að því að bæði afa og ömmu-pörin mín eru upptekin, Kristín vinkona er að vinna og Jóhanna er ekki á svæðinu, auk þess sem aðrir vinir mínir eru að sjálfsögðu ekki á svæðinu. Það var líka ekki búið að skreyta neitt salinn þar sem veislan átti að vera og enginn veislustjóri og bara allt í hafaríi. Mér hættir alveg að lítast á þessa hugmynd og er eitthvað farin að tvístíga mjög mikið svo Óli fer að ræða það við mig hvort við eigum ekki bara að fresta þessu. Ég er svona hálfvegis á því, er samt með móral af því að hálftíma áður en athöfnin átti að hefjast renna tengdó loks í hlað. Eftir það man ég ekki mikið nema að ég var komin í síðan svartan kjól áður en ég vaknaði og veit ekki alveg hvert ég var að fara eða hvað var í gangi. Hvað þýða eiginlega svona steiktir draumar???
<< Home