05 apríl, 2005

Gott veður maður

Já, nú er sko farið að hlýna hjá mér, loksins! Búið að vera tveggja stafa hitatölur síðan á föstudaginn og sólskin og læti. Ekkert smá hressandi fyrir andlegu hliðina. Annars tók ég þetta aðallega sem æfingu í að sitja inni og læra með dregið fyrir, veitir ekki af að vinna upp smá þol þar sem síðasta prófið mitt er ekki fyrr en eftir 20. júní.
Annars skrapp ég nú í bæjarferð og fékk mér ís á laugardaginn. Og ó mæ gad, ég svo sver að allir Danir og Svíar voru mættir á Strikið. Þetta jaðraði bara við Oxford Street á góðum degi. Og þar sem það var eiginlega ekki pláss fyrir okkur beygðum við Ragnheiður upp fyrstu hliðargötuna sem við sáum. Þar er miklu minna af fólki en alveg fullt af geggjað skrítnum og skemmtilegum búðum. Fundum meðal annars hótel skólann í Köben og geggjað krúttlega Marimekko búð. Annars þá átti H. C. Andersen afmæli um helgina og var bara tveggja daga hátíðahöld. Aðalfjörið var í Parken á laugardagskvöldið en ég var svo geggjað löt að ég nennti ekki að mæta þó svo að Parken sé rétt hjá hérna þar sem ég bý.
Sunnudagskvöldið var svo farið í bíó. Við Ragga fórum og sáum mynd sem heitir Life Aquatic og er með Bill Murray. Það var annað ó mæ gad, því þetta er ein sú skrítnasta mynd sem ég hef séð um ævina. Ég get ekki einu sinni sagt um hvað hún er hún var svo skrítin. En undir lokin hljómar svo íslenska, sem var mjög skondið að heyra, því það er lag með Sigur Rós í myndinni.
Dagurinn í dag var mjög hressandi en undir kvöld fór að rigna sem mér fannst ekki sérstakt. Og svo er spá snjókomu um helgina... svo sumarið er víst ekki alveg komið í DK.