Letistuð á Rauðalæknum
Jæja...þá held ég að ég sé að drepast úr leti. Nenni nákvæmlega ekki að gera neitt!! Var reyndar að græja nokkrar myndir úr útskriftinni hennar Ínu litlu. Gaman af því...
Annars var helgin svona frekar róleg. Á föstudaginn ákváð ég að skjótast í heimsókn til Stanleys fyrir austan og kippti ég að sjálfsögðu veiðidótið með. Vorum við að veiða frá klukkan 7 um kvöldið til klukkan að verða 3 um nóttina. Fengum alveg ótrúlega magnað veður. Ekki skemmdi að maður fékk einn 4 punda urriða um miðnætti.....alveg rosalega sprækur.
Í gær skelltum við Stanley okkur síðan í bæinn bara um hádegið. Ákváðum við að kíkja á alveg maganaðan atburð sem ég hef nú aldrei séð áður. Bílauppboð hjá Vöku......alveg hreint magnað. Menn alveg að tapa sér í þessu. Stanley var að velta fyrir sér að kaupa eitt stk. bíl en sá draumur varð úti strax í upphafi uppboðsins þegar uppboðshaldarinn tilkynnti að ávísanir voru ekki teknar gildar. Stanley var s.s. bara með ávísun. En við ákváðum nú samt að fylgjast með þessu........frekar skondið.
Eftir þetta var svo letidagur þar sem maður var dreginn í Smárann með Írisi...enda fékk ég það verkefni frá Eyju minni og Ínu að kaupa handa henni afmælisgjöf. Það gekk alveg prýðilega vel....fljót að græja þetta.
Um kvöldið var svo enn meiri afslappelsi þar sem ég leigði svona eins og 2 videospólur.....og Íris kíkti á þær með mér...... agalegt stuð.
Dagurinn í dag er nú varla spennandi..... hangið í tölvunni og horft á sjónvarpið til skiptis. Ætti frekar að vera að þrífa bílinn en rigningin bjargaði mér áðan....ég alltaf jafn heppinn.
Er reyndar að fara að keppa í kvöld..þannig að maður hreyfir sig a.m.k. eitthvað í dag.
En jæja....er hættur að bulla í bili..
kv. Óli
<< Home