25 maí, 2005

one down, three to go

Já, prófunum fækkar og þetta styttist eins og óð fluga, segir Óli að minnsta kosti. Næsti höfuðverkur er á föstudaginn, jei.
Annars þá er ég viss um að pabbi sé þokkalega hress núna þar sem liverpool vann þessa blessuðu meistaradeild. Hann var alla vegana að fara á límingunum þegar ég heyrði í mömmu fyrr í kvöld.
Svo er það hún litla systir mín sem er alltaf að gera garðinn frægan. Í dag var fjallað um útskriftina frá VMA í mogganum og tekið fram að Borghildur Ína Sölvadóttir hafi fengið verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á báðum kjörsviðum listnámsbrautarinnar. Ekki amalegt það gamla! Verð líklega bara að fara að sætta mig við að þessum listrænu hæfileikum var þokkalega misskipt... samkvæmt Ínu þjáist ég nefnilega af verkfræðilegri symmetríu, sem er víst ekki í tísku.
Best að gleyma ekki að taka fram að hann Gunnar sæti, litli bróðir minn stóð sig víst alveg með einskærri príði í sínum skóla, enda með eindæmum duglegur að vinna við að baka pizzur. Ótrúlegt hvernig maðurinn fer að þessu miðað við hvað hann eyðir aldrei óþarfa tíma í lærdóm:o)

Adios...