27 maí, 2005

two down, two to go

Já, þetta styttist. En nú er langt í næsta próf og þess vegna hef ég eytt deginum í allt annað en lærdóm. Þegar ég kom heim úr prófi beið mín stór kassi fullur af nammi frá honum Óla mínum. Ég á sko besta kærasta í heimi, það er löngu vitað mál. Takk fyrir sæti :o)
Annars er búið að vera alveg geggjað veður í dag og ég hjólaði í bæinn til að leggja inn ávísunina frá Novo Nordisk, borga fee-ið fyrir vegabréfsáritunina til USA og skellti mér svo inn í næsta kassa sem tók passamyndir. Ég hef hér með tekið þá ákvörðun að fara aldrei aftur í passamyndatöku svona stuttu eftir próf, illa sofin, úfin og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki bætti heldur úr skák að það hafði einhver pissað þegar hann skellti sér í myndatöku og lyktin var viðbjóðsleg. En ég lét mig bara hafa það. Myndirnar sem urðu niðurstaðan eru horror. Sé visa til USA eingöngu byggt á myndinni þá get ég bara afskrifað að ég fái það þar sem ég lít út eins og fangi sem er nýsloppinn af hæli. Hress á kantinum. En miðað við öll plöggin sem ég þarf að fylla út og taka með mér á föstudaginn í þetta blessaða viðtal þá er ég að vonast að myndin skipti ekki öllu máli. Þeir eru hressir þessir blessuðu Kanar.
Eftir þessa hálf mislukkuðu ferð í passamyndatökukassann skellti ég mér út í garð með bókina sem ég er að lesa og þar var bara fullt af fólki að sóla sig. Mesta lukku vakti samt kall sem er að byrja að fá skalla sem var á hvítum nær-/stuttbuxum í sólbaði á grasinu. Hann var svolítið sorglegur við hliðina á gellunum í bikiníunum sínum sem voru þarna í næsta nágrenni og voru svo miklar gellur maður.
Annars er minns bara þreyttur og er að hugsa um að fara bara snemma að sofa. Lærdómurinn tekur svo aftur við á morgun... jibbí!