14 júní, 2005

Three down, one to go - and then usa baby!!!

Búin með eitt af ljótari prófunum í þessari hrinu. Gekk svona, já, bara svona held ég. Vona að ég fái bestået, þá á ég sko eftir að júbbla!!! Lenti í því að fá blóðnasir eftir prófið og hélt í alvöru að heilinn myndi koma með hann var svo gjörsamlega í steik greyið.
Eitt ljótt próf eftir og ekki nema vika í bæði prófið og USA. Fer nefnilega til USA sólarhring eftir að ég fæ þann heiður að taka munnlegt próf í cellebiologi. Hressandi. Svo er þannig mál með vexti Viktoría mín, að ég er ekkert á leiðinni til Íslands neitt á næstunni, kem í fyrsta lagi um miðjan okt. svo ég á líklega ekki eftir að sjá þig eða Sigrúnu fyrr en bara einhvern tímann. Hver veit nema peningarnir leyfi manni bara að komast loksins í karlahrúguna í heimsókn...
Þangað til næst... hafiði það gott og hugsiði fallegar frumulíffræðihugsanir til mín. Og góði guð, ekki láta mig þurfa að koma upp í anatomíunni, ég sökka í smásjáræfingunum.