Óli Woods!!
Jæja, hvað segir fólkið...
Nú er maður byrjaður í golfkennslu á vegum Actavis á Oddfellow velli. Gengur vonum framar. Ákvað að fara í byrjendakennslu þar sem ég er búinn að vera með vitlausa sveiflu síðustu 13 ár. Þótt ótrúlegt megi virðast er maður á góðri leið með að græja þessa sveiflu...stefni á 10 í forgjöf 30 ára gamall ;)
Annars fátt að frétta....stefnt er á fjölskyldumatarboð annað hvort annað kvöld eða laugardagskvöld þar sem ég ætla að elda ofan í foreldra og systkin (ef þau éta það sem verður á boðstólum) minn fræga kjúklingarétt. Vona að það heppnist svo móðir mín fái trú á mér í eldhúsinu.
Annars langar mig að minnast á hvað hún Eyja mín er alveg hrikalega dugleg.....situr inni í Köben og lærir frá morgni til kvölds. Er ég alveg hrikalega stoltur af henni og get ekki beðið eftir að hitta hana í USA...verður vonandi hrikalega spennandi allt saman. Já, ætli maður þurfi ekki að fara að verða sér út um vegarbréf svo maður fái að komast inn í landið.
Annars er ýmislegt annað sem maður þarf að gera í sumar heldur en að spila golf og fótbolta, á milli þess sem maður vinnur:
1) Græja hurð á stofuna þar sem Borghildur Ína ætlar að leigja hjá mér næsta haust og mætir með allt sitt hafurtask; pensla, málardót og ég veit ekki hvað og hvað......verður fróðlegt að sjá hvernig hún ætlar að koma þessu öllu inn í stofuna.
2) Lagfæra baðherbergisgluggann. Fyrri eigendur skyldu við gluggann í rúst og er kítti og viðbjóður út um allt. Einnig þarf að mála gluggakarminn með einhverju myglufríu stuffi. Verður án efa svaka fjör....þegar maður kemur því í verk að byrja.
3) Taka til í geymslunni. Svona eiginlega nauðsynlegt. Verður að mæta afgangi.
4) Fara til USA. Þetta verður a.m.k. alveg pottþétt framkvæmt.....hehe.
Jæja..ætla að skella mér í bælið.
kv. Óli
<< Home