06 júní, 2005

Misjafnlega falleg nöfn

Ég rakst á þetta á mbl.is - veit ekki hvort er verra, að fólk vilji skýra börnin sín þessum nöfnum eða að mannanafnanefnd samþykki eitthvað af þeim...

"Fram kemur í fundargerð nefndarinnar, að kvenmannsnafnið Janetta hefur verið tekið til greina. Sömuleiðis stúlkunafnið Elínheiður, millinafnið Diljan og karlmannsnafnið Ljósálfur. Nefndin hefur hins vegar hafnað eiginnafninu Hnikarr, þar sem það telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hafi rithátturinn áunnið sér hefð í íslensku máli. Þá hefur nefndin hafnað ósk um að skíra stúlkubarn nafninu Mar þar sem það telst karlmannsnafn. Þá hafnaði nefndin rithættinum Spartacus en heimilaði nafnið Spartakus."