29 júní, 2006

Fokheld...

ég ætlaði ekki að blogga fyrr en ég gæti sett inn smá sýnishorn af myndum frá Spáni til að gera alla öfundsjúka en það verður víst að bíða betri tíma. Þannig er mál með vexti að við erum enn semi heimilislaus og Rauðalækur telst held ég bara fokheldur eins og staðan er í dag. Til að setja inn myndirnar þarf ég snúru sem er á einhverjum mjög óskilgreindum stað líklega inni í gámi svo það gæti dregist töluvert að bíða eftir að hún kæmi í leitirnar.
Annars bara svona sæmó að frétta. Ég veit ekki um nema svo lítið brot af fötunum mínum að ég hef úr að velja einum gallabuxum og einu pilsi þessa dagana. Verð heimilislaus um það bil mánuð í viðbót býst ég við og þá er sko alveg komið meira en gott. En það gekk vel í vinnunni í dag og eins gott að nota sér það til að líta á björtu hliðarnar. Var líka að koma úr saumó þar sem var einn gaur sem er 4 mánaða og annar sem er 2 vikna. Þeir voru svo geeegggggjaaaaað sætir... músímúsí. Það þarf lítið til að gleðja mig þessa dagana...
Og Gunnsó skilaði sér heim úr ævintýraferðinni heill á húfi á mánudaginn og hann færði meira að segja stóru systrum sínum pakka!!! Júhú... svona er hann vel upp alinn og sætur.