10 maí, 2006

Þreyttur...

Var að koma ofan af næsta fjalli. Já eða felli... Við löbbuðum sem sagt upp á Úlfarsfell eftir kvöldmat í kvöld. Það er verið að æfa fyrir gönguna miklu sem verið er að skipuleggja í vinnunni!! Annars bara rólegheit á þessum kanti. Fór á kaffihús með KSP í gærkvöldi sem var voða næs. Hef ekki gert það í langan tíma og alltaf gaman að setjast niður og ræða daginn og veginn við Kristínu.
Annars er það merkasta sem gerst hefur hjá okkur Ólanum undanfarið að fjarstýringin á öðrum bíllyklinum er andsetin og læsti bílnum upp úr þurru á laugardaginn... og lykillinn inni í bílnum en við úti... Svo nú er sú fjarstýring komin í skammarkrókinn og spurning hvort henni verður nokkurn tímann hleypt út aftur!
Svo eru "GÓÐU" fréttirnar þær að líklegt er að gert verði við pípulagnirnar á meðan við förum til Spánar. "EINI" ókosturinn er að við verðum að flytja allt dótið okkar úr íbúðinni á meðan. Svo ef einhver lumar á geymsluplássi fyrir eins og eina og hálfa búslóð þá megiði endilega vera í sambandi og ef þið hafið ekkert að gera í byrjun júní eruði velkomin í niðurpökkunarpartý dauðans...









Lag dagsins: Boys don't cry - The CURE