Eyja og Óli... á hjóli!
Í upphafi dvalar okkar í Danaveldi fjárfestum við skötuhjúin okkur í hjólum til þess að vera nú eins og hinir Danirnir. Og þó við séum ekki búin að vera hérna lengi þá erum við samt búin að lenda í hremmingum á hjólunum...
Fyrir viku síðan vaknaði ég kl. 6:50 til þess að vera nú mætt í skólann kl. 8:00 á föstudagsmorgni. Þetta gekk vonum framar og var ég ein af 3 sem mættu á réttum tíma í tímann. En hins vegar þegar líða tók á föstudaginn umrædda fór að þykkna upp og um klukkutíma áður en ég var búin í skólanum var farið að rigna og það ekkert smááá... Held að eldur og brennisteinn sé nokkuð góð lýsing... Hjólatúrinn heim úr skólanum var sá blautasti sem ég hef upplifað. Var í frekar þykkri úlpu en var blaut inn að brjóstahaldara og gat undið sokkabuxurnar, sem og annað sem ég var í, þegar ég kom heim... Þetta var ekki neitt sérstaklega spes skal ég segja ykkur...
Svo í gær ákváðum við skötuhjúin að fara í smá hjólatúr og ætlaði ég að sýna Óla leiðina sem ég fer upp í DTU og hann getur notað til að fara í Actavis. (Óli á það nefnilega til að vilja beygja í öfuga átt við mig... og ég hef ALLTAF vinninginn í valinu á réttri leið!!) Þegar við vorum að verða hálfnuð upp í DTU ákveður Óli að setja í fluggírinn en það vill ekki betur en svo að kraftarnir voru svo miklir að keðjan á hjólinu slitnaði. Þetta þýddi því 50 mín. gangur til baka í áttina heim og að eina hjólaverkstæðinu sem við fundum og var opið... En nú er búið að lækna hjólið og Óli hjólar eins og vindurinn um götur Kaupmannahafnar ;o)
Á morgun er svo aftur kominn föstudagur og það er spáð ROKI með stórum stöfum í Danmörku... verður áhugavert að sjá hvernig hjólatúrinn í DTU kemur til með að ganga...
<< Home