10 september, 2007

Jæja

ætli það sé ekki kominn tími á að hressa aðeins upp á skrifin á þessa síðu...

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá erum við Óli komin heim til DK og erum svona í aðlögun að því að þurfa að læra heima og solleiðis dót. Erum ekki búin að taka alveg upp úr síðustu töskunni en þetta kemur svona með kalda vatninu. Það er samt ekkert betra en að sofa í sínu eigin rúmi. OMG!


Erum búin að hafa nóg að gera, þó aðallega við að kveðja vini okkar sem eru annaðhvort að flytja heim eða fara í skiptinám þessa önnina. Þurfum samt að fara að íhuga það að snúa okkur að náminu... alla vegana ég!

Svo var mikið fjör hjá okkur í gær þegar við vorum að fara að sofa. Við rákumst á kónguló á stærð við mús á baðinu... jakkkk!

Ég er venjulega ekki mikið að kippa mér upp við kóngulær og tek bara í einn fót og sveifla þeim út. En í gær þá hafði ég ekki mikinn áhuga á því. Hún leit einna helst út fyrir að ætla að borða mann... Svo ég skipaði Óla að drepa hana en hún hefur örugglega heyrt það og hljóp af stað sem þýddi það að ég stökk skrækjandi út af baðherberginu og hrekkti Óla svo að hann fór líka að skrækja. Þetta var soldið skondið. En eftir að Óli lamdi hana með tveimur mismunandi auglýsingabæklingum og við vorum búin að bíða í smá stund þá þorði ég að hreinsa hana upp af gólfinu og hún leit svona út...


Jakk..... ég er enn með hroll!