18 maí, 2007

Gamalmenni...

Góðan daginn..

Jæja, nú höfum við Eyja loksins fengið það staðfest að við erum orðin gömul!! Komumst að því "the hard way" í gærkvöldi þegar Eyja hamaðist í bókunum og húsfaðirinn lá í sófanum.
Heyrðum þennan brjálaða techno - takt (að okkar mati) sem hófst klukkan 21:00 í gærkvöldi og vorum við alveg sjúr á því að óhljóðin kæmu frá íbúðinni hér að ofan. Lítið við því að gera en að troða eyrnatöppum upp í eyrun (Eyja) og hækka í imbanum (moi).

Þegar klukkan varð svo 12 á miðnætti var okkur hætt að lítast á blikuna. Fór ég þá í rannsóknarferð um stigaganginn og komst þá að því, að óhljóðin komu ekki úr íbúðum í stigaganginum, því þar búa nær eingöngu gamalmenni, og ólíklegt að þau væru að hlusta á "Firestarter" og önnur þvíumlík lög.
Rölti ég þá út á stuttbuxunum og komst að þeirri niðurstöðu að óhljóðin komu ekki einu sinni frá okkar byggingu og ekki blokkunum hér í kring heldur. Um var að ræða einbýlishús sem er töluvert frá okkar íbúð.....

Það var lítið sem við gátum því gert í þessu annað en að reyna að sofna. Lestrarhesturinn Arnhildur Eyja náði varla að snerta koddann áður en hún var komin inn í ævintýralandið en ég hins vegar dillaði mér við "Botan Anna" og önnur stórmeistaraverk eitthvað fram undir morgun.....

Við erum greinilega orðin gömul...ekki nokkur spurning um það. Erum einnig svo góðu vön hér í DK þar sem maður hrekkur upp þegar maður heyrir í stofuklukkunni á efri hæðinni, hvað þá meira...

Hilsen,
Svefn-vana Óli