Þá er það officielt...
ég er búin að missa trúna á Eurovision.
Við sátum 4 í sófanum á Dalstrikinu og kusum Eika Hauks í bak og fyrir og allt kom fyrir ekki. Ekki eitt lag frá vesturhluta álfunnar komst áfram og það sem verra er, lögunum frá austurhlutanum fjölgar bara og fjölgar. En þetta er samt svo fyndin keppni og mikið hlegið í kvöld af hinum ýmsu atriðum, vindvélum og klæðnaði...
ég held við ættum bara að finna okkur eitthvað betra að gera en að taka þátt í Eurovision, við eigum ekki break svona alein langt norður í íshafi ;o)
Annars er kominn háttatími...
<< Home