Tilraunadýr og hjólatúr
Kommensiesæl...
Jæja, þá er komin helgi, enn einu sinni, og það styttist óðum í það að við þurfum að skella okkur á klakann í rigninguna. En það verður bara hressandi. Stefnir í veiðiferðir, grillveislur og almenna gleði í sumar samofið við vinnu. :)
En annars lenti ég í enn einu ævintýrinu um daginn. Og aftur var það fákurinn minn góði sem kom við sögu. Þannig var mál með vexti að ég var á leiðinni heim eftir stórkostlegan leik okkar Ísborgar manna á hjólinu og var leikurinn háður á Kagså kollegíinu sem er í Herlev, hálftíma hjólatúr frá Dalstrikinu. Honum lauk svo um klukkan 18:45 á Balkanvision kvöldinu síðastliðinn fimmtudag og vorum við sköthjú búin að bjóða gestum (snillingunum Rakeli og Hilmari) í mat klukkan 19:00 og átti heimilisfaðirinn að grilla á svölunum.
Eftir að vera búinn að hjóla í svona 2 mínútur heyrast þessir gríðarlegu skruðningar í hjólinu og ég stoppa, kíki á þetta og þar sem ég er ekki mjög vel að mér um keðjur og tannhjól, hélt ég áfram för minni. Þannig að ég hoppa upp á fákinn aftur og hjóla og áður en ég veit af er keðjan slitin. Ekki nema í annað skiptið á mjög stuttum tíma. Og já...ég keypti nýja keðju meira að segja síðast þegar ég sleit keðjuna.
Nú voru góð ráð dýr. Ég hafði 10 mínútur til að komast heim á Dalstrikið og ég staddur við Kagså á tveimur jafnfljótum með ónýtt hjól.
Það er skemmst frá því að segja að 25 mínútum seinna rúllaði ég niður í hjólakjallarann á Dalstrikinu búinn að hlaupa nokkra kílómetra með hjólið í eftirdragi......bölvandi alla leiðina að sjá ekki einn einasta leigubíl sem var laus!!
Nú er næsta plan að heimsækja vini mína á hjólaverkstæðinu og græja nýja keðju.....
Núna í gær gaf ég síðan svita og tár til vísindarannsókna í skólanum hennar Eyju. Ég gaf s.s. kost á mér í viðmiðunarhóp í rannsókn sem fjallar um krossbandaslit íþróttamanna. Viðmiðunarhópurinn samanstóð af miklum íþróttamönnum (s.s. ég.......je ræt) sem aldrei hafa orðið fyrir krossbandaslitum.
Rannsóknin fór þannig fram að skynjarar voru límdir á nokkra staði á hægra lærið á mér og ég látinn lyfta á móti einhverjum róbót sem ég átti að reyna að stöðva með lærvöðvunum, bæði með fremri og aftari lærvöðvunum. Það var s.s. ekki möguleiki að stöðva róbótinn og átti ég að gera mitt besta.
Ég í lyftingunum.....hef aðeins bætt á mig nokkrum kílóum síðan þið sáuð mig síðast!!
Var alveg búinn eftir þetta í öðru lærinu náttúrulega....Eyja þurfti næstum að halda á mér heim.
En annars er seinni hluti Balkanvision í kvöld og danskir vinir okkar á leiðinni í mat. Spurning hvort maður eigi ekki bara að reyna að kjósa Svíana eins og maður getur.....eða bara detta í Austur - Evrópu og kjósa "gelluna" í jakkafötunum....hehe...afskaplega undarlegt að hún komst áfram....
Hér gefur að líta á "skvísuna" í Balkanvisioninu...Hilsen
ÓliG
<< Home