Varúð!!!
Eftirfarandi færsla er nær eingöngu fyrir golfáhugamenn og -konur!!!
Ég fór ásamt 3 fílhraustum karlmönnum í golf síðastliðinn miðvikudag í ágætis veðri (15°c og skýjað) á golfvöll sem heitir Furesoe Golfklub. Hann er staðsettur úti í sveit, nánar tiltekið í Birkeroed.
Völlurinn var gríðarlega flottur, skógi vaxinn og endalaust af djúpum sandgryfjum og tjörnum, eitthvað sem við áttum aldeilis eftir að finna fyrir þegar leið á daginn.
Þegar 3 holur voru búnar af 18 var ég búinn að týna a.m.k. 4 kúlum og var ekki að gera gott mót. Það var þó hægt að hugga sig við það að meðspilarar mínir (Gísli Herjólfsson, Höskuldur og Svenni) voru í svipuðum vandræðum og ég. Svenni var vani maðurinn á vellinum (a.m.k. á "loopunni" sem við tókum) og þegar hann byrjaði á að segja að hann hafi tekið 60 vara bolta með vissum við svona ca. hvað við máttum eiga von á.
Það er skemmst frá því að segja að höggafjöldinn var vel yfir hundraðið, týndir boltar voru á annan tug en spilagleðin hvarf engu að síður aldrei!!
Nú er næsta skref að æfa sig í stutta spilinu út í garði áður en haldið verður aftur út á golfvöll. Þar liggur kutinn í kúnni nefnilega..
Annars er allt fínt að frétta af mér. Er sestur aftur á skólabekk eftir rúmlega 4 ára veru á vinnumarkaðnum. Er reyndar bara í einum kúrsi sem heitir því skemmtilega nafni "Pharmaceutical Technology" og er að vinna með í Actavis 50%. Það gengur alveg ljómandi vel allt saman, þó það sé vissulega gríðarlega erfitt að þurfa að hlusta á 4 tíma fyrirlestur frá Þjóðverja sem er vanur að kenna á dönsku en kennir þennan kúrs á ensku. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig enskan er hjá honum. Og hann heitir Gunther, sem er jafnvel enn fyndnara. :)
Næst á dagskrá er stórleikur Tottenham vs. Arsenal sem maður má nú ekki missa af....
Ha' det godt.
Hilsen, Óli
<< Home