03 mars, 2008

Nóg að gera

... þó svo það heyrist lítið frá okkur! Við erum bara svo busy people :o)

Það helsta sem gerst hefur undanfarið er að Gunnar komst að lokum á leiðarenda og var hjá okkur fyrir rúmri viku síðan. Elvar vinur hans kom líka í heimsókn frá Trige, þó svo ferðin hafi frá Trige hafi nú ekki gengið eins og best verður á kosið. Undir venjulegum kringumstæðum tekur ferðin þrjá tíma, en þar sem einhverjum fjörkálfi fannst geðveikt sniðugt að skilja eftir pakka á einni af lestarstöðunum á leiðinni varð ferðin 6 tímar í staðinn. Löggan tekur svona spaugi ekki létt... Annars var nú ýmislegt brallað þessa helgina sko, við heimsóttum bæinn og fórum út að borða, komum við í Christianiu og Experimentarium auk þess sem skytturnar þrjár fóru í partý og máluðu Köben rauða aðfaranótt sunnudagsins. Skildist að pulsusalinn sem þeir heimsóttu á Striknu hafi séð það undir eins að þeir væru Íslendingar plús að þeir borðuðu 3 McDonald hamborgara í eftirrétt eftir risapulsu. Heimferðin var þess vegna ekkert til að hrópa húrra fyrir hjá honum litlabró, sérstaklega þar sem IE bauð upp á hátt í 3 tíma seinkun þetta sunnudagskvöldið ;o)


Þessi mynd er sem sagt tekin áður en timburmennirnir náðu almennilegum tökum á skyttunum þrem!! Í þessari miklu ferð kynnist Gunnar líka kyllekylle og mér skilst að hans sé sárt saknað...

Stuttu eftir að þessu partýi lauk var komið að næsta fjöri. Og það var sko ekkert síðra skal ég segja ykkur. Á miðvikudaginn rann nefnilega upp dagur sem mun seint gleymast. Við fórum að sjá Smashing Pumpkins. Og takk fyrir og góðan daginn... það var bara snilld. Þau spiluðu fullt af nýju efni eeeennnn þau tóku öll gömlu lögin sem ég hafði á óskalistanum og það var svoooo gaman. Mjög erfitt að lýsa þessu í skrifuðu máli... þetta var algjörlega had to be there experience!!

Og félagi Billy Corgan var í síðu silfur pilsi með einhverju fluffi og hann var svooo svalur. Og án þess að íkja nokkuð þá voru samtals 30 gítarar og bassar á sviðinu. Ég hef aldrei séð svona marga gítara og bassa samankomna á einu sviði. Og þeir voru bara hver öðrum flottari. Ég held næstum að ég sé enn með gæsahúð eftir þessa tónleika. Mæli eindregið með SP ef þið fáið tækifæri til að sjá þau!!!

En til þess að ánægjan með tónleikana entist ekki lengi þá uppgötvuðum við okkur til EINSKÆRRAR ánægju á fimmtudagsmorguninn síðasta að millifærslan frá Íslandi til Danmerkur sem ég setti í gang viku áður var ekki að skila sér. Þetta vakti einskæra lukku þar sem við áttum ekki fyrir húsaleigunni inni á danska reikningnum og það tók bæ ðe vei meira en sólarhring áður en peningarnir okkar fundust. Ég hef þess vegna ákveðið að hætta öllum viðskiptum við banka bæði íslenska og danska og fá mér bara solid bankahólf í Sviss. Þangað til sef ég með peningana mína undir koddanum, þá veit ég alla vegana hvar þeir eru!! Það hjálpar nefnilega mikið til við að borga húsaleiguna þegar þjónustufulltrúinn segir: "þessir peningar eru ekkert týndir, þeir eru hérna einhvers staðar, við þurfum bara að finna þá". En bara svo þið séuð með það á hreinu þá er erfitt að nota peninga sem eru hérna EINHVERS STAÐAR... UUUUUrrrrrrrrrrr hvað ég var ekki hress þessa daga...

Og af því að þetta var svo gaman þá veiktist Óli og síðan ég og við erum sem sagt búin að liggja með hor síðan fyrir helgi. Óli hristi þetta samt af sér og tók svona eins og heilsan leyfði þátt í fótboltamótinu Iceland Air Open um helgina og það lítur allt út fyrir að ég hafi heilsu til að takast á við Abaqus og aðra vini mína í meistaraverkefninu aftur frá og með morgundeginum! Og svo er bara stefnan sett á Ísland 13. mars... úlala

P.s. Fötin hennar Ínu systur eru að koma í Hagkaup núna í mars. Ég er búin að sjá myndir og þau eru geggjað fín!! Svo nú er um að gera að fara í Hagkaup fljótlega að shoppa!!