26 nóvember, 2007

Allt að gerast...

já við erum hérna ennþá... það er bara svo brjúlat að gera að við erum að drukkna. Til marks um það má nefna að við læstum útidyrahurðinni seinnipartinn á föstudaginn og opnuðum ekki aftur fyrr en í morgun. Sitjum sitt í hvoru herberginu með ferhyrnd augu eftir tölvuskjáagláp svo stuðið er að ná hæstu hæðum hérna á Dalstrikinu...

Mamma og pabbi eru komin og farin. Það var SVOOO gaman að hafa þau í heimsókn og við gerðum SVOO margt skemmtilegt... Sagan af því í máli og myndum kemur fljótlega... ég lofa. Og þau færðu mér fisk... ég elska fisk... alla vegana þennan sem pabbi veiðir, það er eitthvað alveg sérstakt bragð af honum ;o)

Annars er þetta ekki búið að vera góður dagur... það var snjór þegar ég vaknaði... hjólið mitt fékk flog á leiðinni heim úr skólanum svo ég get bara hjólað í 3. gír og það er sko ekki gaman þegar maður er bara á leiðinni upp í móti og á móti vindi. Já... það eru brekkur í Danmörku... þær eru kannski ekki eins brattar og sumar þarna heima... en þær ná hins vegar frá Panum og alla leið heim! Og skatturinn fór að bögga mig... mér leiðist skatturinn... hann er alltaf til í að hirða af manni peninga!

Ég er sko farin að sofa...