25. janúar 2008
Já... það líður töluverður tími milli blogga þessa dagana... við skulum segja að það sé vegna mikilla anna...
Annars lofaði ég síðast að ég myndi nú setja inn nokkrar myndir frá opinberri heimsókn pabba og mömmu til okkar og er ekki fínt að gera það í dag þar sem gamli kallinn á ammæli.
Í þessari miklu heimsókn fórum við að sjálfsögðu í jólatívolí
Maður gæti haldið að ég hafi verið í öðru loftslagi en gamla settið!!
Jólaskrautið í tívolí var að sjálfsögðu alveg æðislega flott!!Svo skelltum við okkur í Parken... það fór nú kannski ekki alveg á besta veg, en við skemmtum okkur nú ágætlega þrátt fyrir það!
Og þarna erum við greinilega öll komin í sama loftslagið ;o)
Svo gerðum við okkur bara ýmislegt til dundurs plús að afmælisbarn dagsins borðaði fullt af illa lyktandi ostum...
Verst að lyktin og bragðið skilar sér ekki á mynd!
Og hér erum við að leggja af stað á flugvöllinn!
Þegar hér var komið sögu var pabbi kominn með fyrir hjartað yfir hvað þau hefðu keypt mikið af dóti! Mér fannst þetta nú ekki svo voðalegt... enda Ína rétt búin að vera á svæðinu ;o) Og bara til hamingju með afmælið pabbi minn!!
Rómarferðin var síðan algjört æði en myndirnar frá henni koma síðar... það á eftir að taka tímana tvo að færa þær úr myndavélinni yfir á tölvuna því Ólafur var óður með myndavélina!
Þangað til næst... Chiao!
<< Home