20 júní, 2008

Við eigum þetta til...

Haldiði ekki að við skötuhjúin séum bara búin að vera myndarleg í dag... Við skelltum á okkur svuntu og hrærðum í einn skammt af "Sex and the city cupcakes". MMmmmmm.... Veeelllýýý næs. Erum að vísu með hálf illt í maganum núna, en það er bara vegna græðgi og ofáts.

Tíminn þýtur líka áfram og á föstudaginn eftir viku er stefnan tekin á Berlín. Það þýðir að nú er að renna upp síðasta helgin sem við Óli erum í sama landi í langan tíma... það eru ca. 2 og 1/2 mán. þangað til það gerist aftur. Ekki spes... En við ætlum að kíkja í bæinn á morgun og svo út að borða. Og svo er planið að heimsækja elefantana í dýragarðinum á sunnudaginn... Þeir fengu nebblega nýtt hús um daginn og við verðum að skoða það áður en Ólafur fer heim í hundaherbergið :o)

Vonandi eru bara allir hressir og kátir þarna hinum megin við hafið...
kv. Eyja