10 maí, 2008

Étinn lifandi...

Jæja, vegna fjölda áskorana (frá Siggu) kemur hér örstutt blogg......

Nú er sumarið heldur betur gengið í garð hér í Danaveldi og hitinn fer vart niður fyrir 20°C. Sólin skín jafnframt alla daga, eitthvað sem næpuhvítir Íslendingar eru alls ekki vanir.

Alltaf gaman að lesa svona veðurlýsingar frá Íslandi, ekki satt??

Annars er það að frétta að ég var nánast étinn lifandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Var ég staddur í Valby að spila knattspyrnuleik akkúrat í ljósaskiptunum (eða á milli 19:00 og 21:00) og lenti þá í hatrömmu stríði við agnarsmáar mýflugur. Eftir að hafa staðið aðeins í 10 mínútur kyrrstæður eftir leikinn var ég bitinn án efa 30 sinnum á litlu svæði á löppunum. Ætla að sýna ykkur hryllingsmynd af þessu:


Fann ekkert fyrir þessu fyrst náttúrulega en síðan í gærkvöldi byrjaði kláðinn...úffffff. Og ekki skánaði það þegar kláðastillandi safinn kláraðist. Nóttin var því frekar vonlaus hjá mér, lét eins og lítill hvirfilbylur í rúminu að reyna að finna einhverja stöðu sem mér myndi klæja minna í. Það gekk ekki vel....fór því á röltið nokkrum sinnum yfir blánóttina til að reyna að finna EITTHVAÐ til að minnka kláðann. Gekk heldur ekki vel.... Var ég því frekar þreyttur þegar ég mætti á fótboltaæfingu klukkan 10:00 í morgun.

Nú er ég hins vegar búinn að fylla vopnabúr mitt af ýmsum smyrslum, töflum og kláðastillandi safa....nú mega þær koma ef þær þora :)

Annars erum við skötuhjú á leið yfir til Svíþjóðar á morgun í fjölskyldugrill hjá Halla og Yeldu þar sem þessi litli grallari verður án efa hrókur alls fagnaðar:

Setti fleiri myndir inn á nýju myndasíðuna okkar, sjá link hér til hægri.

Sólarkveðja,

Óli