Sólstingur


Yfir í annað... þá hefur kannski frést að ég splæsti annarri hendinni í flugmiða til SF og er á leiðinni í heimsókn til Fjólu. Hlakka ekkert smá til auk þess sem Fjóla er að setja upp rosalegt plan. Við eigum sko aldeilis eftir að mála SF rauða þessa daga sem ég stoppa. Svo er ég líka búin að kaupa miða til Berlín þar sem ég ætla í helgarfjölskyldumeeting síðustu helgina í júní. Þegar þessu er lokið tekur svo endaspretturinn við í skólanum... sem er pínu scary! En það hlýtur að reddast, alla vegana á endanum :o)
Óli ætlar svo að yfirgefa mig í lok júní... um svipað leyti og lestinni sem keyrir hérna framhjá verður lokað í mánuð. Ég er ekki spennt... það tekur í dag rúman klukkutíma að komast til Risö en þegar lestin verður ekki til staðar heldur bara tog-busser þá verð ég líklega bara að flytja með svefnpoka á skrifstofuna... Ég get hreinlega ekki beðið! Spurning um að troða sér bara í tjald á Hróarskelduhátíðinni og fara ekkert þegar hátíðin er búin?
Þangað til næst...
sumarkveðjur úr DK
- Eyja
<< Home