22 apríl, 2008

Update frá DK

Sæl veriði.
Smá update af okkur skötuhjúum:

  • Við fórum í svakalegustu fermingarveislu sem sést hefur síðastliðinn föstudag sem stóð yfir frá klukkan 14:00 - 23:00 með aðeins 6 réttum og viðeigandi guðaveigum. Alveg svakaleg veisla sem heppnaðist mjög vel.
  • Ég er búinn að spila 3 fótboltaleiki síðan á föstudaginn, sá fyrsti í bikarkeppni utandeilda í Kaupmannahöfn sem vannst 6-1 (11 manna bolti), einn æfingaleikur sem endaði 3-3 og svo einn í deildinni við hörmulegar aðstæður í Valby sem tapaðist 3-1.
  • Fórum á magnaðan Thailenskan veitingastað á laugardagskvöldið sem ber nafnið Alyssa. Hann er nálægt Fiolstræde og Studiestræde og það er alveg óhætt að mæla með þeim stað. Svakalega góður matur.
  • Hittum Árna Hrannar og bróður hans á stórbarnum O'learys yfir frekar leiðinlegum fótboltaleik á laugardeginum (Wigan - Spurs).
  • Eyja búin að vera dugleg að vinna/læra úti í Hróarskeldu, fer út freeeekar snemma eða um 7 leytið og er ekki kominn heim fyrr en um kvöldmat.

S.s. bara allt við það sama héðan frá Mörkinni.
Annars vil ég endilega benda fólki á að ef það vill gefa mér eitthvað fallegt að þá væri ég meira en til í þetta úr hér að neðan. Mitt gamla Diesel úr gaf nefnilega upp öndina fyrir ekki svo löngu síðan og nú veit ég því ekki hvernig tímanum líður :)


Síðan er kappinn á leiðinni í golf í fyrramálið með drengjum úr fótboltanum. Maður verður nú að nýta góða veðrið á meðan það er til staðar, ekki satt?

En jæja, nóg af bulli í bili....

Yfir og út.