23 maí, 2008

Eurovision-maraþonið

Já krakkar mínir... það er mikill spenningur á mínu heimili yfir Eurovision... og það er ekki ég sem er spennt bæ ðe vei. Ólafur er náttúrulega doldið spes :o) Mig vantaði fast forward takkann inn á milli þarna í gærkvöldi...

Annars var það góða við þessa keppni tvímælalaust Daninn. Hann er sko sætur maður... Ég hafði ekki séð hann áður og ekki heyrt lagið eða neitt en mæ ó mæ... Svo var hann með axlabönd. Það er eitthvað með mig og axlabönd... hef samt enga skýringu á því hvað það er. Og Ólafur á ekki einu sinni axlabönd... skil ekkert hvernig hann náði í mig :o) hehe...

Yfir í annað... það er ekki að verða nema vika í ferðalagið yfir 1/3 af hnettinum... er svo spennt. Og Fjólan er búin að setja upp rosa plan... ætlum sko aldeilis að hafa það gott...

En fyrst er það síðasti hlutinn af þessu rosalega Eurovisionplani... því betur komst Daninn í úrslit... hehe