20 júlí, 2004

Að síga á seinni hlutann!!

Það er að síga á seinni hlutann á öllu þessa dagana. Því betur virðist vera farið að síga á seinni hluta veikindanna sem hafa stöðvað mig í bloggi undanfarna daga. En því miður virðist líka vera farið að síga á seinni hluta sumarsins. Svo er farið að styttast í svarið frá Danmörku. Eftir sirka tvær vikur kemur í ljós hvort ég er heimilislaus og Ólalaus í Danmörku eða hvort ég verð atvinnulaus heima á Íslandi. Og ég get ekki lengur sagt, ja þetta kemur bara í ljós allt saman!! Pinku skarí!
Annars er það af mér að frétta að ég lá veik heima fimmtudag og föstudag og næstum laugardag. Hjálpaði Óla samt að taka rosa skorpu á Rauðalæknum sem gerði honum kleift að halda grillpartý um kvöldið. Ég forðaði mér á Otrateig þegar ég sá hvert stefndi í þessu partýi og sé ekki eftir því. Ég mætti nefnilega ákaflega skemmtilegum bekkjarfélaga Óla úr MR þegar ég fór yfir! Á sunnudaginn var tekin sú mikla ákvörðun að nú væri ég ekki veik lengur, ég gat bara ekki misst af meira góðu veðri. Það var því útivera frá nánast 11-11. Ekki búðin samt! Við Óli fórum í picnic að Bakkatjörn og borðuðum nestið okkar í miðju kríuvarpi! Mæli eindregið með því að fólk prófi það! Síðan fórum við á Austurvöll og skoðuðum ljósmyndirnar. Mér fannst þær ekki jafn skemmtilegar og þær sem voru á sýningunni í fyrra, en gaman samt sem áður. Eftir smá rölt að tjörninni, þar sem við bæ ðe vei sáum minnsta barn með stærstu sólgleraugu sem ég hef séð. Af hverju að gera börnunum sínum svona lagað? Það hélt varla haus áður en sólgleraugun voru komin á, hvað þá þegar búið var að skella á einhverjum rosalegum brettagleraugum!! Skil ekki svona! Já, eftir þetta þá lögðumst við Óli í sólbað á Austurvelli. Síðan tóku við tveir misskemmtilegir fótboltaleikir. Sáum fyrst Siggu og félaga taapa 7-1 fyrir ÍBV. Ekki mikil skemmtun þar á ferð svo ég held við höfum blundað í Kaplakrikanum. Svo var komið að TBR-Gozar. Ég var eini áhorfandinn á þeim leik og hafði með mér bók til öryggis sem ég las þegar hann Ólinn minn fór út af til að fá sér vatn og svoleiðis! Þetta varð fyrsti leikurinn þar sem Gozar fengu stig svo nú er ég talin lukkutröllið. Verð líklega látin horfa á alla leiki þeirra sem eftir eru hvort sem mér líkar betur eða verr!!
Og eitt í viðbót. Ég fór í sund með Benedikt og Dagmar í gær og ég er greinilega komin á barneignaraldur eða eitthvað. Alla vegana þá héldu allir að ég ætti Benedikt. Þetta er það mest scary sem ég hef upplifað lengi.
Alla vegana, FH vann Fylki 1-0 í gær. Ég olli uppþoti á Norðurvangnum þegar ég sagðist ekki halda með FH. Verð augljóslega aldrei uppáhalds tengdabarnið á þeim bænum. Skítt með það, ég held með Skaganum. Og þeim sem enn leiðist í vinnunni og hafa komist svona langt í lestri þá er Ása vinkona í góðum gír á Húsavíkinni... skoðið bara sjálf http://photos.heremy.com/80argangur/