Erfitt, erfitt
Váá hvað ég er ekki að standa mig í stykkinu sem bloggari. Ég tók samt þá ákvörðun í byrjun að ég nennti ekki að blogga á meðan ég væri ekki sjálf með net og svona og það kom nú að lokum í hús í gær. En ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona erfitt að flytja til útlanda. Veit ekki hvað ég er búin að þurfa að standa í mörgum biðröðum og hvað ég er á mörgum stöðum búin að fá svarið: Det tar 10-14 dage. Saa du maa kun vente!! Þoli ekki þetta svar!
Annars þá er svona að byrja að ganga bara ágætlega. Skólarnir eru alveg fínir og mjög skemmtileg fög sem ég er í en það er svolítið erfitt að læra á dönsku. Þetta fer líka alveg í kaos þegar maður hugsar á íslensku, les bók á ensku og fer svo í fyrirlestur á dönsku. Er ekki alveg búin að tengja saman þessi þrjú tungumál þannig að þetta fljóti nógu vel. Svo er ég svo léleg í að troða mér fram svo ég þekki ekkert voðalega marga. Spjalla alveg við nokkra í skólanum, en er ekki búin að kynnast neinum þannig að ég hitti krakkana mikið utan skólans.
En hvað sem því líður þá var ég að koma heim úr bíó. Fór með "tankelgruppen" sem ég er í og við fórum að sjálfsögðu að sjá danska mynd, ágætis æfing. En myndin sem við fórum á heitir Brödre og var rosalega góð. Hún var kannski ekki skemmtileg en góð. Svo ef þig langar að sjá virkilega góða bíómynd þá skaltu sjá þessa!
En bið að heilsa í bili. Skrifa að öllum líkindum meira á morgun, ekki eftir mánuð. Þangað til þá...
<< Home