09 nóvember, 2004

Lasin

Já, nú er ég búin að gefast upp og viðurkenna að ég er lasin. Ætlaði samt ekkert að gefa mig sko, en í gær þá erum við að tala um að það lak úr nefinu á mér á bókina sem ég hélt á. Svolítið skondið, hef aldrei lent í svoleiðis áður, hafði ekki undan við að snýta mér. Svo er hausinn að springa, ég held að þetta séu ennisholurnar frægu. Aldrei geta þær verið þægar...
Annars er það að frétta af skýrslunni að ég sökka feitt. Var búin að skrifa og skrifa á dönsku og svo þegar ég hitti hina krakkana í hópnum þá féll það sem ég hafði skrifað ekki alveg að þeirra hugmyndum svo ég verð að umskrifa draslið. Það er ekkert smá mikið bögg að vera svona mállaus og geta ekkert útskýrt eða sagt. Er að verða pínku þreytt á því!!
En fyrir ykkur sem ekki eruð alveg viss á dönskunni ykkar þá er Óli með dönskukennslu í kommentunum við síðustu færslu. Þetta er eðaldanska sem allir sem ætla sér að sækja Danmörku heim verða að kunna...