05 nóvember, 2004

Léleg...

ég veit. Er ekki búin að standa mig í blogginu undanfarið. En ég er samt búin að gera nokkrar heiðarlegar tilraunir en blogger hefur bara ekki einu sinni hleypt mér inn á síðuna. Hann er kannski bara að reyna að koma mér í skilning um að ég hafi annað við tímann að gera... Hver veit nema hann sé að reyna að hafa vit fyrir mér. Á nefnilega að vera að skrifa skýrslu í medikoteknik, á dönsku bæ ðe vei. Er ekkert smá spennt! Eða ekki. En það þýðir víst ekki að tala um það, verður að gerast.
Annars þá er búið að vera nóg að gera síðan síðast. Var hjá Ásu í Odense frá föstudegi og fram á mánudagskvöld í góðu yfirlæti. Við fórum í bíó á föstudagskvöldið og tvö partý á laugardagskvöldið sem bæði voru halloween partý svo við vorum að sjálfsögðu í búning. Ég tók myndavélina með og ætla að reyna að koma myndunum inn við fyrsta tækifæri. Svo var bara lært og lært þess á milli.
Svo eru í dag bara 13 dagar í opinberu heimsóknina og búðaleitin fyrir Ínu í fullum gangi. Fór og fann aftur kínaskóabúðina í dag svo nú get ég bara labbað beint í hana án þess að þurfa að leita. Það má nefnilega engan tíma missa þegar þau koma og heimsækja mig, við ætlum að gera svo margt. Hlakka ekkert smá til að fá þau, get bara hreinlega ekki beðið.
Vikan er svo bara búin að fara í þennan dæmigerða lærdóm og skóla. Einu merkilegu fréttirnar eru þær að það er búið að gera við ofninn í herberginu mínu og hann er búinn að vera í botni síðan. Enda er eins og í gróðurhúsi hjá mér og mjög gott að þurfa ekki lengur að vera í öllum fötunum þegar maður situr við skrifborðið og er að læra. Annars var Ragnheiður að gera grín að mér og segja að það væri hægt að lækka á ofninum, held henni finnist svolítið varmt hjá mér!!
Í dag fékk ég síðan fyrstu jólagjöfina í ár. Við Ragnheiður vorum sem sagt í bæjarferð þar sem ég þurfti að finna kínaskóabúðina og er farin aðeins að skipuleggja jólagjafirnar. Við fórum svo á kaffihús og ég drakk heitt súkkulaði og borðaði cookie með. Mjög næs, sátum bara og horfðum á fólkið á strikinu burðast með alla innkaupapokana og svona. Og þetta var sko alvöru heitt súkkulaði sem ég fékk. Þetta var hituð mjólk sem í var sett prik með stærðar súkkulaðibita á og ég þurfti að hræra súkkulaðinu saman við á meðan það bráðnaði. Uuuummmmm. Á pottþétt eftir að fá mér svona aftur. Svo sá ég í fyrsta skipti í dag á strikinu "súkkulaðibúðina"!! Skil ekki hvernig þessi búð hefur farið framhjá mér áður, það er nefnilega súkkulaðigosbrunnur í glugganum. Já Óli, hún fór framhjá mér. Hef ekki hugmynd um hvernig ég hef farið að því að labba svona oft framhjá henni. En jólagjöfin já, hún Ragnheiður gaf mér sem sagt jólagjöfina mína í dag. Keypti handa mér æðislega loðna inniskó svo nú á mér aldrei aftur eftir að verða kalt á tásunum og ég get hætt að vera alltaf í skónum. Er ekkert smá ánægð með þá, verð að finna eitthvað svaka flott handa Ragnheiði. Ef þið hafið hugmyndir þá eru þær vel þegnar. Verður að vera eitthvað mjög flott og skemmtilegt. Bæjarferðin endaði svo í bíó. Sáum mynd sem heitir Inkasso og er dönsk. Ég skemmti mér alveg konunglega og mæli eindregið með þessari mynd. Hún er mjög hressandi. Verð samt að kvarta yfir því hvað það var kalt í bíósalnum. Ég sat allan tímann í úlpunni og með vettlinga og bæði Ragnheiður og konan hinum megin við mig sátu með úlpuna breidda yfir sig allan tíman. Og ég lenti í fyrsta skipti í því að þurfa að svara skoðanakönnun skriflega í bíó! Svolítið skondið.