25 október, 2004

Merkisdagur!!

Já, dagurinn í dag er alveg stórmerkilegur. Í dag verður nefnilega hann Óli minn 25 ára. Vildi ég þess vegna byrja á að segja innilega til hamingju með daginn ástin mín. Og ekki borða yfir þig af öllum kökunum sæti ;o)

(Ég veit samt alveg að hann á eftir að borða alveg totally yfir sig. Ég þekki hann alveg!)

Annars er bara nokkuð gott að frétta úr stórborginni Köben. Ég prófaði ekta danskt afmæli í gær, með lagkage og öllu tilheyrandi. Varð samt fyrir smávegis vonbrigðum ef ég á að segja eins og er. Dönsk lagkage = íslensk rjómaterta. Ég hélt að þetta yrði einhver svona spes dönsk kaka. En kökurnar voru rosagóðar engu að síður;o) Takk fyrir mig Sigga mín.
Svo er það eitt sem ég er búin að læra á dvöl minni í kóngsins Köben. Hér er fólk rosaduglegt að hlaupa úti og það bara meðfram stærstu umferðargötunum ef því er að skipta. Ég er samt líka búin að sjá það að ég get ekki tekið þátt í þessu heilsuátaki heimamanna. Til þess að vera maður með mönnum verðuru nefnilega annaðhvort að vera í spandex-galla frá toppi til táar eða í svo litlum stuttbuxum að þú hefðir eins getað farið út að skokka í g-streng. Held mig bara við hjólið því á hjólinu máttu vera eins lúðalegur og þú vilt, þú týnist hvort sem er í fjöldanum...
Annars þá fór fjölskyldan hennar Ragnheiðar í morgun. Hjörtur og Ásbjörn skelltu sér á leik í Parken í gærkvöldi. Fóru að sjá F.C. Köbenhavn. En það fór ekki betur en svo að leikurinn var flautaður af eftir 70 mín. þar sem einn tilskuer hafði fallið á milli hæða í áhorfendastúkunni. Og það kom í fréttunum í dag að hann dó eftir þetta mikla fall. Þegar ég svo hjólaði framhjá Parken í hjólatúrnum mínum í dag þá var fólk búið að kveikja á kertum og leggja blóm fyrir utan stúkuna. Og ég sá alveg fullt af fólki á leiðinni með blómvendi. Þetta var mjög sorglegt en líka mjög fallegt. Og svo var líka svo fallegt veður sem gerði þetta enn tilkomumeira.