17 febrúar, 2005

Góðan daginn

Ég komst að því í gær að Dönum er hreinlega ekki viðbjargandi. Þurfti að fá eina undirskrift, að ég hélt, til að einhver séns yrði á því að ég fengi borgað út námslánið. En nei, ég þurfti að fara á tvær skrifstofur með sex hæða millibili og alls tók þessi process 40 mín. Þeir eru svo hressandi alltaf hreint. Ákvað að deila þessu með ykkur áður en ég fer í næsta skóla í leit að staðfestingu á að ég eigi að fá námslánin borguð út.
Var annars að reyna að hressa upp á kommentakerfið. Veit ekki alveg hvort það tókst, en þetta er alla vegana work in progress. Heyrumst síðar ef ég fer ekki á límingunum í næsta undirskriftaleiðangri.
Annars á hann mágur minn 24 ára afmæli í dag og langar mig til að óska honum alls hins besta. Til hamingju með daginn Rúnsi boy og til hamingju með nýja bílinn!!
Jæja, best að fara að koma sér, strætó er ekki þekktur fyrir að bíða...