14 febrúar, 2005

Brjálað að gera!

Ég ætti kannski að setja inn tilkynningu um að ég verð léleg í blogginu á næstunni svipað og fram að þessu bara. Ástæðan eru villtar heimsóknir nánast um hverja helgi fram að páskafríi. Það byrjaði meira að segja um helgina núna þar sem Ása tása mætti á svæðið. Við tókum mjög athyglisvert djamm, svo ekki verði meira sagt, á föstudagskvöldið og stefni ég að því að koma inn myndum fljótlega, þrátt fyrir miklar annir. Á laugardaginn var svo "snestorm", sem heima á Íslandi myndi kallast aumingjasnjóhríð, en var nóg til þess að ég varð veðurteppt úti á amager þar sem við Ása gistum hjá Siggu Birnu eftir djammið og komst ekki heim fyrr en á hádegi í gær. Í gærkvöldi var svo farið út að borða með Kidda og Áka sem stóðu nánast alfarið fyrir fjörinu á föstudagskvöldið og í dag var farið í ágætis bæjarleiðangur. Mjög góð helgi, meðal annars vegna þess að ég keypti mér NorthFace dúnúlpu á 299dkr á útsölu og sparaði með því 700 dkr, eða þannig!! Þessi helgi hefur samt aðeins komið niður á lærdómnum, hehe, en það verður að reddast síðar. Eftir rúma viku mæta foreldrar mínir svo í opinbera heimsókn, Óli ætlar að hlýja mér helgina þar á eftir og Fjóla helgina þar á eftir. Helgina þar á eftir er svo barasta bara komið páskafrí. Vá hvað tíminn er fljótur að líða. En já, myndir úr rave-partýi mæta á myndasíðuna við tækifæri....