Léleg frammistaða
Ég er viss um að ég er ein sú slappasta í blogginu. Hef bara haft of mikið að gera og ekkert mikið að segja. Óli var hjá mér í síðustu viku og það var að sjálfsögðu alveg frábært. Alveg ótrúlegt hvað það venst bara ekki neitt að þurfa alltaf að vera að kveðja hann. En hann er á leiðinni til mín aftur í byrjun maí svo þetta sleppur í bili. Hann var líka alveg geggjað góður við mig og gaf mér tvær peysur, bol og skó. Fékk geggjað töff Lacoste skó. Hef aldrei átt eins snobbaða skó held ég bara.
Annars þá er Ríkey á leiðinni í bæjarferð um helgina og ég var að fatta að ég var aldrei búin að segja frá ferðinni hennar Fjólu hingað. Myndirnar eru nú samt komnar inn og þeir sem þekkja Eggert hafa líklega lesið nána umfjöllun á síðunni hans. Þetta var alveg snilldar helgi, við tókum túristastellingarnar og sáum allt það merkilega, spiluðum, tókum Field's með trompi, ákveðninn aðili sullaði niður einu sinni á dag að meðaltali, sáum vídjó, fórum í Experimentarium og gerðum fullt af frábærum uppgötvunum, fórum í bíó, spiluðum og svo var seinkun á fluginu til baka. Svo þetta hefði hreinlega bara ekki getað verið betra!!
Svo lítur bara út fyrir að ég komi ekki heim til Íslands fyrr en líða tekur að næsta haustfríi... nánari útskýring kemur síðar;o) Góða nótt!
<< Home