Danir eru náttúrulega ótrúlegir
Einu sinni enn hef ég átt í brasi með Danina. Með ólíkindum hvað mér tekst alltaf að lenda í veseni með þá. Ég fékk hótunarbréf frá LÍN á mánudaginn um að það vantaði årsopgörelse eller jeg fæ ekki útgreitt námslánið á réttum tíma. Ég var náttúrulega bara what the f...k, vissi ekki neitt í minn haus um hvað verið var að tala. Eftir ráðgjöf frá Ásu tásu náði ég þó hvað um var að ræða og sendi email á told og skat til að tékka akkuru ársuppgjörið mitt væri ekki tilbúið. Fékk svar á þriðjudaginn um að það vantaði indrejsedato og ég ætti að henvende mig til tilslutningskommunen. Aftur voru einu viðbrögðin what the f.....k og ég vissi aftur ekkert um hvað verið væri að tala. Hringdi í eitthvað símanúmer sem á netinu var haldið fram að væri köbenhavns kommune. Þeir höfðu minni hugmynd en ég um hvað verið væri að biðja og sögðu mér að hringja í folkeregistret. Þeir vinna aldrei lengur en til 14:30 svo að sjálfsögðu var búið að loka. Ég var þess vegna vöknuð fyrir allar aldir í morgun og hringdi á folkeregistret kl 9:30. Þar á bæ voru menn heldur ekki vissir um hvað um var verið að tala svo þeir sögðu mér að fá nánari upplýsingar hjá told og skat. Ég hringdi í told og skat og þeir sögðu mér að hringja eitthvert annað. Ég hringdi þangað og þegar ég fékk samband var mér sagt að hringja eitthvað enn annað. Þar hófst svo biðin. Hlustaði á alle konsulenterne er desværre optaget, vent venligst fyrst í svona þrjár mín. áður en það slitnaði og ég mátti gjöra svo vel að hringja aftur. Eftir svona 10 mín. bið fæ ég samband, en er ekki að tala við rétta deild og lendi því aftur í biðröð. Eftir f...ings 10 mín í þeirri biðröð er ég að gefast upp því ég átti að vera mætt í skólann kl. 10:15, heyrðu þá fæ ég loksins samband. En það sem gerðist var: Et öjeblik og ég fékk að bíða aðeins meira. Að lokum hafði konan tíma til að tala við mig. Og hvað haldiði, ég var í vitlausri deild hélt konan. En ég sagði að mér hefði sérstaklega gefið samband við hana og eftir smá stund er hún búin að prenta út årsopgörelse og ég á að fá það sent í pósti. Þetta tók ekki nema 45 mín og ég mætti of seint í skólann. Svo er spurning hvort ég fái þetta einhvern tímann í póstinum, miðað við mína heppni hlýtur þetta að tínast á leiðinni...
Annars bara velkominn í bloggið með mér Óli. Er geggjað ánægð að þú hafir þegið boðið sæti :o)
<< Home