29 apríl, 2005

Þreyttur

Þessi vika er búin að vera ægileg... hef ekki sofnað fyrr en 1 mörg kvöld í röð og er gjörsamlega ónýt. Nýt þess samt að Danir hefja kennslu í fyrsta lagi kl. 9 í þeim kúrsum sem ég tek þessa önnina annars væri ég að öllum líkindum dáin úr þreytu.
Úr Danaveldi er það að frétta að mastercard leyfir mér ekki að taka út það sem ég vil á kreditkortinum mínu sem þýðir að ég er ekki búin að borga Christian sem sá um að borga flugið til USA og ég veit ekki enn hvort ég fæ visa í gegnum sendiráðið hér þar sem ég er með íslenskt vegabréf. Alltaf hressir þessir Bandaríkjamenn. Líka skondið að okkur var sérstaklega bannað að vera með brandara um hryðjuverk þegar við færum í visaleiðangurinn...
Alla vegana, ég er sem sagt í síðasta prófi 20. eða 21. júní og á síðan flug til New York 22. júní. Verð svo í Washington í svona eina og hálfa viku en verð svo að vinna fram að heimferð á rannsóknarstofu í Salsbury Cove (held ég!!) í Maine. Þetta er geggjað spennandi, ekki síst ef ég fæ vegabréfsáritun. Kannski ég sé svona krimmaleg!! Ég kem til baka til DK 26. ágúst og skólinn byrjar 29. ágúst. Jei, verður stuð. Svo það er stór spurning hvenær ég kem næst heim til Íslands.
Svo er Óli að reyna að eignast bíl þessa dagana, líklega svona í tilefni þess að við eigum ekki grænan aur með gati...