02 maí, 2005

Fróðleikshornið!

Af einhverjum ástæðum lenti ég inn á heimasíðu Háskólans í Reykjavík um daginn. Ég rak augun í "tengil" sem á stóð verkfræði. Ég er forvitin að eðlisfari og ákvað að kanna þetta aðeins nánar. Þegar ég fór að skoða áætlunina fyrir fyrstu þrjú árin í iðnaðarverkfræðinni við HR uppgötvaði ég nokkuð áhugavert. Þeir sem velja iðnaðarverkfræði eru skildaðir í tvo kúrsa sem heita vélhlutafræði. Þokkalega! Ég útskrifaðist úr vélaverkfræði við HÍ síðasta sumar og ég fékk einungis einn kúrs í þessu annars ágæta fagi! Hversu skondið er þetta?