09 maí, 2005

Sormæddur

Í dag er minns sorgmæddur. Óli fór heim um hádegi og ég sé hann ekki aftur fyrr en eftir 3 mán. Hryllileg tilhugsun. Og í millitíðinni eru fokkings prófin. Þetta er svo erfitt líf hérna núna.
Annars áttum við Óli alveg geggjað góða helgi. Við borðuðum góðan mat, hittum vinkonur Óla úr Actavis sem voru hérna að bræða kreditkortin sín og ýmist horfðum á sjónvarp og video, lágum í leti eða fórum í göngutúra. Fórum líka í zoologisk have og enduðum svo helgina á að skella okkur til útlanda. Jébbs, mín var að fara í fyrsta skipti til Svíþjóðar! Fórum í heimsókn til Halla frænda hans Óla og Yeldu (er ekki alveg með stafsetninguna á hreinu :oS) konunnar hans í Malmö og Maja frænka hans Óla mætti einnig á svæðið, enda ekki oft sem svona merkir gestir eru á ferðinni!! Þetta var alveg mjög góður sunnudagur, við fengum fullt af góðu að borða og sáum Malmö í vor/sumar fýling og ég náði að kaupa mér minjagrip. Sem minnir mig á að ég á engan sérstakan minjagrip héðan. Verð að redda því við tækifæri. Svo var ákveðið að ég skelli mér einhvern tímann yfir sundið aftur og tek shopping með Yeldu og Maju, svona ef því verður komið við þegar við erum allar á þessu svæðinu.
Ég heyrði svo í Ásu tásu áðan og það var áhugavert símtal. Við vorum báðar í mínus hressu skapi svo þetta var hálf grátbroslegt símtal. Stefnan er að vera hressari næst!
Annars er bara að hefjast lærimaraþonið mikla hérna megin Atlandshafsins, svo þangað til næst hafið þið það bara vonandi gott ;o) bleble...
Samt eitt í viðbót. Við Óli gerðum mikla uppgötvun um helgina. Við fundum kaffihúsaþvottahúsið hans Frikka Weis. Og vá hvað maður er fattlaus. Ég myndi giska á að ég væri búin að fara svona 10.000 sinnum þarna framhjá án þess að fatta nokkurn skapaðan hlut. Ótrúlegt hvað maður getur verið dofinn.