HKH kronprinsesse Mary er gravid!!
Já, þessi frétt snéri dönsku þjóðinni á hvolf í dag. Búið er að ræða fram og til baka hvort breyta eigi lögunum um erfðaröðina þar sem stelpa getur ekki erft krúnuna ef hún á bróður. Svo er líka búið að skýra barnið og örugglega ferma það líka. Hressandi að eiga ekkert einkalíf. Talið er að nú muni óléttuföt komast í tísku og ég veit ekki hvað og hvað. Það er líka út að vera með handtösku eða eiga chiuava hund, í dag er í tísku að vera ólétt og eiga barn. Bara ef þið skilduð ekki vera búin að gera ykkur grein fyrir því. Það var einmitt rætt í dag að Mary væri að sjálfsögðu ólétt á réttum tíma. En nú bíða allir Danir spenntir eftir októbermánuði.
Annars var Ríkey í opinberri heimsókn um helgina. Það var að sjálfsögðu alveg meiriháttar og Ríkey stóð sig þvílíkt vel og sá geggjað margt á geggjað stuttum tíma. Skildutúristahringurinn var tekinn með trompi, heimsóttum Kentucky frænda, McDonald frænda og Jónínu. Ætluðum að taka svaka djamm með Jónínu en enduðum á kojufylleríi heima hjá henni sem var bara betra. Svo var að sjálfsögðu farið í nokkrar búðir, Ríkey málaði Odense eldrauða og svo enduðum við uppi í sívalaturninum áður en Ríkey lagði af stað í 14 tíma lestarferð. Tók að sjálfsögðu einhverjar myndir sem koma inn á netið við fyrsta tækifæri... ég lofa.
Annars eru það helstu fréttir af mér að ég kem ekkert heim í sumarfríinu. Öllu þessu sumarfríi líka. Ég fékk nefnilega boð um að taka þátt í rannsóknarverkefni í gegnum Georgetown University sem er geggjað spennandi og ég ákvað að taka því. Ég fæ styrk fyrir ferðum, gistingu og fæði plús dagpeninga, en það er nokkuð ljóst að ég verð ekki ríkasta kona í heimi eftir þetta sumarið. En ákvað samt að þetta væri tækifæri sem ég gæti ekki sagt nei við. Eini gallinn er að ég verð ennþá lengra í burtu frá Ólanum mínum. Og það er svolítið stór galli. En hann ætlar að mæta til USA í sumarfríinu og ég fæ viku sightseeing frí sem við ætlum að nota til hins ítrasta. Er bara farin að hlakka geggjað til!!
<< Home